Alls hafa 29 sótt um starf bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar, en ekki 26 líkt og greint var frá í gær. Fram kemur á vef Bæjarins besta að nöfn þriggja umsækjenda hafi vantað á lista yfir umsækjendur sem Capacent sendi frá sér í gær.
Sú skýring hafi verið gefin að bilun í tölvubúnaði hjá Capacent hefði orðið til þess að þótt umsækjendur hefðu sent inn umsókn í tæka tíð hafi þær ekki skilað sér rétta leið.
„bb.is greindi frá því í gær að 26 hafi sótt um starf bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar samkvæmt lista frá Capacent. Stuttu seinna hafði Capacent samband og tilkynnti að eitt nafn hafi gleymst á listann vegna misskilnings. Enn bætast nöfn við og hafa nú bæst á listann hjá Capacent þeir Guðmundur Ingi Gunnlaugsson bæjarstjóri og Stefán Torfi Sigurðsson sérfræðingur.
Capacent biðst velvirðingar á þessum mistökum. Meðfylgjandi er heildarlisti yfir umsækjendur eins og hann lítur núna út. Frekari breytingar eða viðbætur verða birtar hér á bb.is jafnóðum og þær kunna að berast,“ segir á vef Bæjarins besta.
Listi yfir umsækjendur er því eftirfarandi:
Alfreð
Erlingsson – Ísafjörður – Pípulagningameistari og viðskiptafræðingur
Ágúst
Kr. Björnsson – Mosfellsbær – Fyrrverandi sveitarstjóri
Ágúst Már
Garðarsson – Reykjavík–Yfirmaður í eldhúsi
Ágúst Önundarson –
Kópavogur – MS í fjárfestingastjórnun
Ármann Jóhannesson – Reykjavík
– Byggingaverkfræðingur
Ásgeir Magnússon – Akureyri – Forstöðumaður
Ásthildur Sturludóttir – Reykjavík – Verkefnastjóri
Björn
Ingimarsson – Akureyri – Rekstrarráðgjafi
Björn Rúriksson – Selfoss –
Rekstrarráðgjafi
Daníel Jakobsson – Mosfellsbær – Útibússtjóri
Garðar
Garðarsson – Akranes – Vaktmaður
Guðmundur Ingi Gunnlaugsson –
Hella – Bæjarstjóri
Gunnar G. Magnússon – Flateyri – Yfirvélstjóri
Húni
Heiðar Hallsson – Akureyri – Ml í lögfræði
Jarrett Iovine –
Reykjavík – BA finnska
Jón Guðmundur Ottósson Kópavogur –
Fyrrverandi forstöðumaður
Jón Hrói Finnsson – Ólafsfjörður –
Þróunarstjóri
Magnús Guðjónsson – Kópavogur – Framkvæmdastjóri
Marthen
Elvar Veigarsson Olsen – Ísafjörður – Afgreiðslustjóri
Nína Björg
Sæmundsdóttir – Kópavogur – Rekstrar- og viðskiptafræðingur
Ragnar
Jörundsson – Patreksfjörður – Bæjarstjóri
Ragnar Sigurðsson –
Akureyri – Lögfræðingur
Ragnar Sær Ragnarsson – Reykjavík –
Framkvæmdastjóri
Sigurður Sigurðsson – Garðabær –
Byggingaverkfræðingur
Stefán Torfi Sigurðsson – Ísafjörður –
Sérfræðingur
Valdimar Sigurjónsson – Hafnarfjörður – Forstjóri
Vilhjálmur
Wiium – Reykjavík – Umdæmisstjóri
Þorgeir Pálsson – Hólmavík –
Forstöðumaður
Þorsteinn Fr. Sigurðsson – Garðabær –
Rekstrarhagfræðingur