Fulltrúar Framsóknarflokks í efnahags- og skattanefnd og viðskiptanefnd, Birkir Jón Jónsson og Eygló Harðardóttir, hafa farið fram á að nefndirnar fundi sameiginlega hið fyrsta til að fara yfir tilmæli sem Seðlabanki Íslands og Fjármálaeftirlitið hafa sent fjármálafyrirtækjum vegna lánasamninga sem innihalda gengisviðmið gagnvart erlendri mynt.
Óskað er eftir því að efnahags- og viðskiptaráðherra, seðlabankastjóri, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, talsmaður neytenda, talsmenn Hagsmunasamtaka heimilanna og sendifulltrúi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins komi á fundinn.