Glæsiskúta á Blönduósi

Hetarios er glæslegt fley, er 40 metrar að lengd og …
Hetarios er glæslegt fley, er 40 metrar að lengd og er stærra mastur hennar jafnlangt. mbl.is/Jón

Glæsiskútan Hetarios sem verið hefur á Akureyri síðastliðna viku kom til
Blönduóss nú síðdegis. Skútan kom hingað til lands frá Bermúdaeyjum á dögunum en hún er skráð á Cayman eyjum.

Fréttaritari mbl.is spurði skipverja hvort þeir könnuðust við einhverja Íslendinga frá heimhöfn skútunnar en þeir kváðu svo ekki vera og sögðust aldrei hafa komið til Cayman eyja.

Þessi lúxusskúta er í eigu auðugs einstaklings en ekki fæst gefið upp hver hann er né hverrar þjóðar.

Skipverjar brosa einfaldlega og segjast ekki mega gefa það upp þegar þeir eru spurðir.

Ástæðan fyrir því að skútan er hér og komin til Blönduóss er sú að eigandi
hennar er að fara til laxveiða í Blöndu.

Heimildir herma að eftir veiðiferð í Blöndu sé förinni heitið norður í höf m.a. til Jan Mayen og Grænlands áður en haldið verður suður á bóginn á ný.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert