Gríðarleg hækkun á raforku

mbl.is/Brynjar Gauti

Raf­orku­kostnaður hjá meðal­heim­ili hef­ur hækkað um allt að þriðjung frá því um mitt ár 2008. Mikl­ar hækk­an­ir á fasta­gjöld­um fyr­ir flutn­ing og dreif­ingu skýra stærst­an hluta hækk­an­anna en þau hafa þau hækkað um allt að 137% á síðustu tveim­ur árum. ASÍ grein­ir frá þessu.

Fram kem­ur að raf­magns­reikn­ing­ur­inn hafi hækkað mest hjá not­end­um Orku­bús Vest­fjarða sem bú­sett­ir séu í dreif­býli, en heild­ar raf­orku­kostnaður þeirra hafi hækkað um 34% frá því um mitt ár 2008.

Hjá not­end­um á svæði Rarik, Raf­veitu Reyðarfjarðar og í þétt­býli á Ve­stjörðum hafi raf­orku­kostnaður einnig hækkað um­tals­vert eða um 26-30%.

Reikn­ing­ur meðal­heim­il­is á svæði HS orku og Norður­orku hafi á tíma­bil­inu hækkað um fimmt­ung en minnst hækk­un sé hjá heim­il­um á svæði Orku­veitu Reykja­vík­ur eða um 6%.

Heild­ar­kostnaður fyr­ir dreif­ingu, flutn­ing og raf­orku til al­mennra heim­il­is­nota hjá meðal­heim­ili í þétt­býli, sem not­ar 4000 kWst. af raf­magni á ári, er hæst­ur hjá viðskipta­vin­um Rarik tæp­lega kr. 62.800 á ári. Lægst­ur er kostnaður­inn hjá Orku­veitu Reyka­vík­ur kr. 48.250 á ári. Mun­ur­inn er kr. 14.550 á ári eða um 30%.

Raf­orku­kostnaður heim­ila í dreif­býli er mun hærri en í þétt­býli. Meðal­heim­ilið í dreif­býli á svæði Orku­bús Vest­fjarða greiðir kr.78.600 á ári fyr­ir raf­orku til al­mennra heim­il­is­nota en á dreif­býl­is­svæði Rarik er kostnaður­inn tæp­lega kr. 74.600 á ári og hef­ur þá verið tekið til­lit til sér­staks drefi­býl­is­fram­lags sem ríkið legg­ur fram til að niður­greiða dreif­ingu á raf­orku í dreif­býli.

Nán­ar á vef ASÍ.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka