Herjólfur er lagður af stað úr Vestmannaeyjahöfn eftir að kafari gekk úr skugga um að engar skemmdir hefðu orðið á skipinu. Vél farþegaferjunnar fór í gang og allt virtist vera í lagi svo Herjólfur lagði loks af stað í síðdegisferðina.
Að sögn lögreglunnar fannst engin skýring á því hvers vegna skipið missti afl er það lagði frá bryggju nú síðdegis, með þeim afleiðingum að það rak í höfninni.
Eftir að tekist hafði að binda skipið aftur fór kafari niður með skrokk þess og kannaði hvort orðið hefðu skemmdir.
Svo reyndist ekki vera og fór ferjan aftur í gang án vandræða.
Farþegar biðu um borð í Herjólfi allan tímann svo ferjunni var ekkert að vanbúnaði og sigldi úr höfn, áleiðist til Þorlákshafnar en búist er við honum þar klukkan 20:30.