Talsvert öskufok hefur verið í dag vestast í Mýrdalshreppi og undir Eyjafjöllum. Í stífri austanáttinni hefur askan borist alla leiðina yfir Hvolsvöll, að sögn lögreglunnar þar.
Von er á rigningu fljótlega sem mun vonandi binda öskuna og stöðva fokið.
Veðurstofan spáir djúpri lægð með austanóveðri við suðurströndina á morgun og má þá búast við talsverðri rigningu á svæðinu.
Eins og fram hefur komið hefur verið ákveðið að færa tónlistarveisluna „Iceland Inspires“til Reykjavíkur, í Hljómskálagarðinn, vegna veðurs en hún átti að fara fram við Hamragarða, skammt frá Seljalandsfossi.