„Málamyndasátt“

Jón Sigurðsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins.
Jón Sigurðsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins. mbl.is/Ómar Óskarsson

Jón Sigurðsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi seðlabankastjóri, segist hafa frétt af því eftir Alþingiskosningarnar árið 2007 að forystumenn Sjálfstæðisflokks væru í viðræðum við Samfylkinguna.

„Ég spurði Geir hvort sjálfstæðismenn væru byrjaðir á viðræðum við aðra. Hann neitaði því, en sagðist ekki geta stöðvað aðra flokksmenn sína.“

Þetta kemur fram í grein sem Jón ritaði í veftímaritið Stjórnmál og stjórnsýslu og fjallað er um í Morgunblaðinu í dag. Þar segir, að fimm dögum eftir kosningar hafi framsóknarmenn slitið viðræðum við Sjálfstæðisflokk, þó í málamyndasátt við Geir. „Hálftíma síðar hófust viðræður sjálfstæðismanna og Samfylkingar. Og innan annars hálftíma gátu þau ákveðið að hefja formlegar viðræður um stjórnarmyndun.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert