Miða við lægstu vexti á hverjum tíma

Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri og Gunnar Þ. Andersen forstjóri Fjármálaeftirlitsins kynntu …
Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri og Gunnar Þ. Andersen forstjóri Fjármálaeftirlitsins kynntu tilmælin fyrir blaðamönnum mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fjár­mála­eft­ir­litið og Seðlabanki Íslands hafa beint því til fjár­mála­fyr­ir­tækja að þau miði við vexti sem Seðlabanki ákveður með hliðsjón af lægstu vöxt­um sem nú gilda á lána­markaði í stað geng­is­trygg­ing­ar og er­lends vaxtaviðmiðs á þeim lán­um sem falla und­ir dóm Hæsta­rétt­ar um geng­is­tryggð bíla­lán. Þetta kom fram á fundi með blaðamönn­um í dag.

Á vef Seðlabanka Íslands kem­ur fram að lægstu vext­ir á al­menn­um óverðtryggðum út­lán­um er nú 8,25% en á verðtryggðum lán­um eru vext­irn­ir 4,80%.

Vegna þessa hef­ur Fjár­mála­eft­ir­litið og Seðlabanki Íslands sent  fjár­mála­fyr­ir­tækj­um til­mæli vegna óskuld­bind­andi geng­is­trygg­ing­ar­á­kvæða og kynna þau í kjöl­farið á sam­eig­in­leg­um blaðamanna­fundi. Til­mæl­in eru svohljóðandi:
 
„Til­mæli Fjár­mála­eft­ir­lits­ins og Seðlabanka Íslands til fjár­mála­fyr­ir­tækja vegna óskuld­bind­andi geng­is­trygg­ing­ar­ákvæða.
 
Hinn 16. júní sl. kvað Hæstirétt­ur Íslands upp tvo dóma varðandi lög­mæti láns­skuld­bind­inga í ís­lensk­um krón­um tengdra gengi er­lendra gjald­miðla, sbr. mál nr. 92/​2010 og 153/​2010. Niðurstaða rétt­ar­ins var á þann veg að geng­is­trygg­ing slíkra lána væri óskuld­bind­andi.

Á meðan ekki hef­ur verið skorið úr um um­fang og lána­kjör þeirra samn­inga sem dóm­arn­ir ná yfir er sér­stak­lega mik­il­vægt að afla áreiðan­legra upp­lýs­inga, skapa festu í viðskipt­um á fjár­mála­markaði og stuðla að virku og ör­uggu fjár­mála­kerfi.
 
Fjár­mála­eft­ir­litið og Seðlabanki Íslands beina því eft­ir­far­andi til­mæl­um til fjár­mála­fyr­ir­tækja:
 
1.       Lána­samn­ing­ar sem að mati viðkom­andi fjár­mála­fyr­ir­tæk­is inni­halda óskuld­bind­andi geng­is­trygg­ing­ar­á­kvæði sbr. fram­an­greinda dóma Hæsta­rétt­ar verði end­ur­reiknaðir. Í stað geng­is­trygg­ing­ar og er­lends vaxtaviðmiðs skal miða við vexti sem Seðlabanki Íslands ákveður með hliðsjón af lægstu vöxt­um á nýj­um al­menn­um óverðtryggðum út­lán­um eða ef verðtrygg­ing er val­in lægstu vöxt­um á nýj­um al­menn­um verðtryggðum út­lán­um og beitt er þegar óvissa rík­ir um lána­kjör sbr. 18. og 4. gr. laga nr. 38/​2001 um vexti og verðtrygg­ingu, nema aðilar semji um annað.
 
2.      Meðferð lána gagn­vart viðskipta­mönn­um fjár­mála­fyr­ir­tækja miði við fram­an­greind­ar for­send­ur svo fljótt sem auðið er. Geti fjár­mála­fyr­ir­tæki ekki nú þegar fylgt til­mæl­un­um af tækni­leg­um ástæðum skal það gæta þess að greiðslur verði sem næst fram­an­sögðu en þó fylli­lega í sam­ræmi við til­mæl­in eigi síðar en 1. sept­em­ber 2010.


3.      Fjár­mála­fyr­ir­tæki end­ur­meti eig­in­fjárþörf sína í ljósi aðstæðna og tryggi að eigið fé verði einnig nægi­legt til þess að mæta hugs­an­legri rýrn­un eigna um­fram það sem 1. tölul. leiðir af sér.
 
4.      Skýrslu­gjöf um gjald­eyris­jöfnuð, lausa­fjár­stöðu og eig­in­fjár­stöðu til Fjár­mála­eft­ir­lits­ins og Seðlabanka Íslands verði miðuð við fram­an­greind­ar for­send­ur," seg­ir í til­kynn­ingu frá Seðlabanka Íslands og Fjár­mála­eft­ir­lit­unu.

Sjá vexti Seðlabanka Íslands

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert