NRK: Íslendingar flykkjast til Noregs

Fjöldi Íslendinga er fluttur til Noregs
Fjöldi Íslendinga er fluttur til Noregs mbl.is/Brynjar Gauti

Efna­hagskrepp­an hef­ur ýtt und­ir flutn­inga Íslend­inga til Nor­egs. Norska rík­is­út­varpið, NRK, ræðir á vef sín­um við hjón­in Sig­ur­jón Guðmunds­son og Þór­höllu Karls­dótt­ur sem fluttu til El­ver­um fyr­ir ell­efu árum síðan. Þau fluttu síðan heim til Íslands aft­ur en eru kom­in til Nor­egs á nýj­an leik.

Þau eru meðal þeirra 1.600 Íslend­inga sem nú eru bú­sett­ir í Nor­egi síðasta árið. Árið 2005 voru þeir 293 tals­ins. Fjöl­skyld­an flutti til El­ver­um og opnaði þar bakarí og kaffi­hús árið 1999.

Eft­ir nokk­ur ár vildu þau flytja heim á ný ásamt börn­um sín­um þrem­ur. Þór­halla fékk vinnu í banka og Sig­ur­jón lærði tré­smíði. En árið 2008 kom krepp­an og Sig­ur­jón missti vinn­una. Þar sem þau þekktu til í Nor­egi þá fór Sig­ur­jón aft­ur til Nor­egs í árs­lok 2008 og fékk vinnu í El­ver­um við smíðar. Þór­halla kom síðan á eft­ir hon­um vorið 2009. Syn­ir þeirra vildu hins veg­ar ekki flytja frá Íslandi en dótt­ir þeirra flutti einnig til Nor­egs og nem­ur við há­skól­ann í Ósló. Þau hafa núna keypt bakaríð aft­ur og eru að gera það upp og stefna á opn­un í júlí.

Hér er hægt að lesa meira um Íslend­inga sem flutt hafa til Nor­egs

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert