NRK: Íslendingar flykkjast til Noregs

Fjöldi Íslendinga er fluttur til Noregs
Fjöldi Íslendinga er fluttur til Noregs mbl.is/Brynjar Gauti

Efnahagskreppan hefur ýtt undir flutninga Íslendinga til Noregs. Norska ríkisútvarpið, NRK, ræðir á vef sínum við hjónin Sigurjón Guðmundsson og Þórhöllu Karlsdóttur sem fluttu til Elverum fyrir ellefu árum síðan. Þau fluttu síðan heim til Íslands aftur en eru komin til Noregs á nýjan leik.

Þau eru meðal þeirra 1.600 Íslendinga sem nú eru búsettir í Noregi síðasta árið. Árið 2005 voru þeir 293 talsins. Fjölskyldan flutti til Elverum og opnaði þar bakarí og kaffihús árið 1999.

Eftir nokkur ár vildu þau flytja heim á ný ásamt börnum sínum þremur. Þórhalla fékk vinnu í banka og Sigurjón lærði trésmíði. En árið 2008 kom kreppan og Sigurjón missti vinnuna. Þar sem þau þekktu til í Noregi þá fór Sigurjón aftur til Noregs í árslok 2008 og fékk vinnu í Elverum við smíðar. Þórhalla kom síðan á eftir honum vorið 2009. Synir þeirra vildu hins vegar ekki flytja frá Íslandi en dóttir þeirra flutti einnig til Noregs og nemur við háskólann í Ósló. Þau hafa núna keypt bakaríð aftur og eru að gera það upp og stefna á opnun í júlí.

Hér er hægt að lesa meira um Íslendinga sem flutt hafa til Noregs

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert