„Samkeppnin kostar helling“

Bensínstöðvar eru áberandi á höfuðborgarsvæðinu.
Bensínstöðvar eru áberandi á höfuðborgarsvæðinu. mbl.is/Golli

Íslensku olíufélögin hafa mörg hver offjárfest í eldsneytisstöðvum og segja viðmælendur Morgunblaðsins að kostnaðurinn við að reisa og reka fleiri stöðvar en þörf er á lendi á neytendum.

„Það eru margir sem halda að samkeppni kosti ekki neitt. En samkeppnin kostar helling,“ segir Hermann Guðmundsson, forstjóri N1, í umfjöllun Morgunblaðsins um þetta mál í dag.

Styttra er á milli eldsneytisstöðva á höfuðborgarsvæðinu en í flestum ef ekki öllum borgum í Evrópu, samkvæmt úttekt sem stýrihópur á vegum Reykjavíkurborgar vann fyrir borgaryfirvöld. Ein bensínstöð er á hverja 2.700 íbúa Reykjavíkur, en í Evrópu eru að jafnaði um 25.000 íbúar um hverja stöð.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert