„Skynsamlegt og sanngjarnt“

Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar.
Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar. mbl.is

„Hinir nýju for­ystu­menn Seðlabank­ans og Fjár­mála­eft­ir­lits­ins hafa sent út til­mæli um geng­is­tryggðu lán­in, hversu með skuli fara þangað til dóm­stól­ar úr­sk­urða annað. Annaðhvort séu notaðir lægstu vext­ir óverðtryggt eða lægstu vext­ir verðtryggt. Þetta er góð lína og ein­boðið að lán­veit­end­ur og lán­tak­end­ur fari eft­ir þessu,“ seg­ir Mörður Árna­son, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, á heimasíðu sinni í dag.

Mörður lík­ir þessu við venju­leg neyt­endaviðskipti. Að vísu sé ekki hægt að end­ur­greiða neyt­anda þessa gölluðu vöru en hins veg­ar eðli­legt að láta hann hafa aðra eins vöru í staðinn, annaðhvort verðtryggt lán eða óverðtryggt með hærri vöxt­um.

Hann seg­ir að til­mæli Seðlabank­ans og Fjár­mála­eft­ir­lits­ins sé í grund­vall­ar­atriðum bæði skyn­sam­leg og sann­gjörn, en Mörður hef­ur áður lýst þeirri skoðun sinni að breyta ætti geng­is­tryggðum lán­um yfir í verðtryggð.

„Nú hefjast auðvitað mála­ferli, en lík­leg­ust og æski­leg­ust lok þeirra eru í þess­um dúr. Skelf­ing hinna geng­is­tryggðu hef­ur þá lin­ast, og menn geta aft­ur komið sér að verk­um við það ann­ar­s­veg­ar að bæta stöðu hinna verst settu og hins­veg­ar að snúa hjól­un­um í gang þannig að at­vinnu­leysi hverfi og kaup­mátt­ur auk­ist – á leiðinni í Nýja Ísland með lær­dóma hruns­ins í veg­ar­nesti,“ seg­ir Mörður.

Heimasíða Marðar Árna­son­ar

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert