Vilja skoða lagasetningu

mbl.is

Sam­tök fjár­mála­fyr­ir­tækja harma þá erfiðu stöðu sem marg­ir viðskipta­vina þeirra eru í vegna er­lendra lána og þá réttaró­vissu sem um þau rík­ir og vona að úr henni verði skorið hið fyrsta í Hæsta­rétti. Vilja þau að skoðað verði hvort hægt sé að flýta dóm­stóla­ferli með laga­setn­ingu.

Seg­ir í til­kynn­ingu frá Sam­tök­um fjár­mála­fyr­ir­tækja (SFF) að með til­mæl­un­um hafi Seðlabanki Íslands og Fjár­mála­eft­ir­litið skorið úr um mik­il­vægt atriði sem óvissa ríkti um í kjöl­far dóma Hæsta­rétt­ar.

Óvissa rík­ir um hvaða samn­ing­ar falli und­ir til­mæl­in

„SFF telja mik­il­vægt að þess­ari óvissu hafi verið eytt en árétta að enn rík­ir óvissa um hvaða láns­samn­ing­ar falli und­ir til­mæl­in. SFF hvetja stjórn­völd til að tryggja að sem allra fyrst verði skorið end­an­lega úr um þau óvissu­atriði sem uppi eru. Miklu skipt­ir að dóm­stól­ar lands­ins vinni þau mál hratt og ör­ugg­lega.

Skoða þarf á næstu dög­um hvort hægt sé að flýta því dóm­stóla­ferli með laga­setn­ingu eða öðrum hætti. Sam­tök fjár­mála­fyr­ir­tækja og aðild­ar­fyr­ir­tæki þeirra harma þá erfiðu stöðu sem marg­ir viðskipta­vina þeirra eru í vegna er­lendra lána og þá réttaró­vissu sem um þau rík­ir og vona að úr henni verði skorið hið fyrsta í Hæsta­rétti," seg­ir í til­kynn­ingu frá SFF.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert