Hljómlist undir regnhlífum

Áhorfendur leituðu skjóls undir regnhlífum sínum.
Áhorfendur leituðu skjóls undir regnhlífum sínum. mbl.is/Árni Sæberg

Talsverður hópur tónleikagesta er nú í Hljómskálagarðinum á tónleikum Inspired by Iceland (Innblásinn af Íslandi). Tónleikarnir eru sendir út beint á netinu og kemur fjöldi þekktra tónlistarmanna þar fram. Rigning hefur sett nokkuð mark sitt á áhorfendaskarann sem stóð undir regnhlífum í kvöld.

Logn var í Hljómskálagarðinum en töluverð rigning fram eftir kvöldi. Þegar leið á kvöldið dró heldur úr rigningunni sem dunið hafði á tónleikagestum í Hljómskálagarðinum. Um leið fækkaði regnhlífum á lofti.

„Það er búið að rigna alveg helling,“ sagði Árni Sæberg ljósmyndari Morgunblaðsins og mbl.is. „Það er mikið af regnhlífum hérna.“

Hægt er að fylgjast með tónleikunum á heimasíðu Inspired by Iceland.

Hljómsveitin Dikta er ein þeirra sem kom fram í Hljómskálagarðinum …
Hljómsveitin Dikta er ein þeirra sem kom fram í Hljómskálagarðinum í kvöld. Hér sést Haukur Heiðar Hauksson við píanóið. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert