Hljómlist undir regnhlífum

Áhorfendur leituðu skjóls undir regnhlífum sínum.
Áhorfendur leituðu skjóls undir regnhlífum sínum. mbl.is/Árni Sæberg

Tals­verður hóp­ur tón­leika­gesta er nú í Hljóm­skálag­arðinum á tón­leik­um Inspired by Ice­land (Inn­blás­inn af Íslandi). Tón­leik­arn­ir eru send­ir út beint á net­inu og kem­ur fjöldi þekktra tón­list­ar­manna þar fram. Rign­ing hef­ur sett nokkuð mark sitt á áhorf­enda­skar­ann sem stóð und­ir regn­hlíf­um í kvöld.

Logn var í Hljóm­skálag­arðinum en tölu­verð rign­ing fram eft­ir kvöldi. Þegar leið á kvöldið dró held­ur úr rign­ing­unni sem dunið hafði á tón­leika­gest­um í Hljóm­skálag­arðinum. Um leið fækkaði regn­hlíf­um á lofti.

„Það er búið að rigna al­veg hell­ing,“ sagði Árni Sæ­berg ljós­mynd­ari Morg­un­blaðsins og mbl.is. „Það er mikið af regn­hlíf­um hérna.“

Hægt er að fylgj­ast með tón­leik­un­um á heimasíðu Inspired by Ice­land.

Hljómsveitin Dikta er ein þeirra sem kom fram í Hljómskálagarðinum …
Hljóm­sveit­in Dikta er ein þeirra sem kom fram í Hljóm­skálag­arðinum í kvöld. Hér sést Hauk­ur Heiðar Hauks­son við pí­anóið. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka