Í nýjum úthlutunarreglum Lánasjóðs íslenskra námsmanna fyrir skólaárið 2010-2011, sem taka gildi í dag var sett inn ný regla vegna viðbótarlífeyrissparnaðar og gildir hún líka fyrir skólaárið 2009-2010. Reglan felur það í sér að útborgun á viðbótarlífeyrissparnaði kemur ekki til skerðingar á námslánum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá LÍN.
Breytingin frá fyrri reglu er í því fólgin að allir lánþegar skólaársins 2009-2010 sem fengu skerðingu á námsláni sínu vegna útborgunar á viðbótarlífeyrissparnaði á árinu 2009 geta óskað eftir leiðréttingu.