SP-fjármögnun fer að tilmælunum

Bíla- og kaupleigusamningar hjá SP-fjármögnun verða endurreiknaðir samkvæmt tilmælum Fjármálaeftirlitsins og Seðlabanka Íslands. Starfsfólk SP-fjármögnunar mun hraða þeirri vinnu eins og kostur er svo unnt verði að senda út greiðsluseðla að nýju, samkvæmt tilkynningu frá fyrirtækinu.

„Þrátt fyrir tilmælin ríkir enn óvissa um hvernig eigi að endurreikna umrædd lán. Úr henni mun ekki fást skorið fyrr en dómstólar kveða upp endanlegan dóm í þeim efnum.

Þeim dómi mun SP-Fjármögnun að sjálfsögðu hlýta.
SP-Fjármögnun áréttar að þrátt fyrir tilmæli FME og Seðlabankans um fyrirkomulag endurreiknunar lánanna hafa viðskiptavinir ekki fyrirgert rétti sínum komist Hæstiréttur að annarri niðurstöðu en tilmælin fela í sér," segir ennfremur í tilkynningu frá SP-fjármögnun.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka