Vill geta lagt lögbann á gengislán

Gísli Tryggvason.
Gísli Tryggvason. mbl.is/Eggert

Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, hefur skrifað dómsmála- og mannréttindaráðherra bréf og farið fram á almenna heimild fyrir embættið til að leita lögbanns eða höfða dómsmál í þágu heildarhagsmuna neytenda samkvæmt lögum.

Fram kemur á vef talsmanns neytenda hann hafi gert þetta í kjölfar viðbragða við dómum Hæstaréttar um gengistryggð lán.

Þá segir að erindið sé í samræmi við óformlegar viðræður við dómsmálaráðuneytið sl. vetur, áður en fyrri dómur Héraðsdóms Reykjavíkur gekk í desember í þá veru að gengistryggð lán væru lögmæt.

„Eftir það varð lögbann langsóttur möguleiki en er nú raunhæft úrræði eftir að Hæstiréttur hefur með tveimur dómum staðfest rökstuðning talsmanns neytenda o.fl. um að umrædd lán stæðust ekki lög um vexti og verðtryggingu auk fjölmargra annarra lagaröksemda sem enn á eftir að taka afstöðu til með dómi eða öðrum hætti.

Fyrr í vikunni birtist á vef embættisins lögfræðiálit sérfræðings í kröfurétti og fullnusturéttarfari um áhrif dómanna eins og fjallað hefur verið um í fréttum á síðunni undanfarna daga. Staðfestir það tilefni til lögbanns eða annarra úrræða,“ segir á vef embættisins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert