Yfir 1.600 umsóknir um ráðgjöf bárust

Heildarskuld meðalumsækjandans á árinu 2009 nemur rúmlega 31 milljón kr
Heildarskuld meðalumsækjandans á árinu 2009 nemur rúmlega 31 milljón kr mbl.is/Ómar

Árið 2009 var það umfangsmesta í sögu Ráðgjafarstofu heimilanna. Alls bárust stofunni 1.623 umsóknir og fjölgaði umsóknum um rúmlega 750 frá fyrra ári eða um tæplega helming.

Fram kemur í tilkynningu að í heild hafi borist 1.184 umsóknir frá fólki í leit að ráðgjöf vegna greiðsluerfiðleika og 439 umsóknir um aðstoð við gerð beiðna um heimild til að leita greiðsluaðlögunar fyrir dómi. Langflestir sem hafi sótt ráðgjöf séu búsettir á höfuðborgarsvæðinu, eða 72%, en 28% búa á landsbyggðinni.

Þá segir að meirihluti umsækjenda sé barnafólk á fertugsaldri sem sé á vinnumarkaði og búi í eigin húsnæði. Ástæður greiðsluerfiðleikanna stafi oftast af lækkun tekna en margir telji veikindi, offjárfestingu og afleiðingar bankahrunsins ástæðuna. 

Um  10% umsækjenda nefna vankunnáttu í fjármálum sem ástæðu greiðsluerfiðleika sinna.

Skulda yfir 30 milljónir

Heildarskuld meðalumsækjandans á árinu 2009 nemur rúmlega 31 milljón kr. Það er hækkun skulda um 120% frá fyrra ári. Vanskil aukast mikið milli ára eða um 99%. Bílalánin vega þar mest en aukning vanskila vegna þeirra nemur um 481% frá árinu 2008 til 2009. 

Þann 1. ágúst nk. verður Ráðgjafarstofa um fjármál heimilanna lögð niður og í hennar stað verður stofnað Embætti umboðsmanns skuldara. Hann mun vera skuldurum til aðstoðar. Í dag bíða um 500 mál úrlausnar hjá Ráðgjafarstofunni. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert