Hitametin féllu víða um land í júní

Landsmenn nutu góða veðursins.
Landsmenn nutu góða veðursins. mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Nýliðinn júní var óvenju hlýr um mikinn hluta landsins og það fór eins og menn grunaði. Hitametin féllu í Stykkishólmi, þar sem mælt hefur verið frá árinu 1845, og í Reykjavík, þar sem mælt hefur verið frá 1871.

Þetta kemur fram í yfirliti Trausta Jónssonar veðurfræðings. Að mati Trausta er hér um veðurfarsleg stórtíðindi að ræða. Mjög þurrt var víðast hvar á landinu í júní og þurrkar háðu víða gróðri.

Meðalhiti í Reykjavík var 11,4 stig (2,4°C yfir meðallagi) og hefur aldrei mælst hærri í júní. Júnímánuðir hafa verið óvenju hlýir frá aldamótum, allir nema einn (2001) yfir meðallaginu 1961-1990 og allir nema tveir yfir meðallaginu 1931-1960. Methiti (10,8°C) mældist einnig í Stykkishólmi, en ítarlega er fjallað um þessi mál í Morgunblaðinu í dag.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert