Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, hafnar því aðspurður að hans eigin lántökur hafi haft áhrif á störf hans í embættinu.
Samkvæmt veðbandayfirliti íbúðar Gísla við Núpalind í Kópavogi, sem Morgunblaðið hefur undir höndum, er myntkörfulán frá Landsbanka Íslands á fyrsta veðrétti, að upphæð nítján milljónir króna.
Gísli segir að af um 100.000 heimilum í landinu sé hátt í helmingur með gengistryggð lán af einhverju tagi. Þau mál varði því ekki sértæka hagsmuni afmarkaðs hóps. Vanhæfissjónarmið eigi þess vegna ekki við. Ljóst sé að talsmaður neytenda sé neytandi eins og allir aðrir og lifi ekki í neinu tómarúmi.