Neytendur njóti vafans

mbl.is

Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, hefur sent hagsmunasamtökum bankanna tilmæli vegna gengisdóma Hæstaréttar. Hann mælist til þess að neytendur fái að njóta vafans „ef fyrirtækin velkjast í vafa um fordæmisáhrif nýlegra dóma Hæstaréttar um ólögmæti gengistryggðra lána“.

Talsmaður neytenda sendi Samtökum fjármálafyrirtækja tilmælin. Hann hvetur til þess að samtökin  „hvetji aðildarfyrirtækin til þess að innheimta aðeins tiltekna krónutölu miðað við hverja milljón króna af upphaflegum höfuðstól lána ef vafi er talinn leika á hvort lánaskilmálar falli undir fordæmisáhrif dóma Hæstaréttar frá 16. júní sl. í málum þar sem gengistrygging var dæmd ólögmæt samkvæmt lögum um vexti og verðtryggingu.“

Gísli Tryggvason.
Gísli Tryggvason.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert