Stuðningur við ríkisstjórnina hefur aftur minnkað og mælist nú um 42%. Þetta er niðurstaða könnunar sem Miðlun vann fyrir Morgunblaðið í síðasta mánuði.
Ef miðað er við Þjóðarpúls Capacent Gallup nemur þessi stuðningur lægsta stuðningshlutfalli ríkisstjórnarinnar síðan í kosningum. Í þarsíðasta Þjóðarpúlsi mældist stuðningurinn einnig 42% en í fyrri Þjóðarpúlsum hefur stuðningur við ríkisstjórnina mælst á bilinu 46%-50%.
Aðeins 35% yngstu þátttakenda, þ.e. á aldursbilinu 18 til 24 ára, sögðust styðja ríkisstjórnina. Mestur stuðningur mælist hins vegar í elsta hópnum, þ.e. aldurshópnum 55-75 ára, eða 46,5%, en nánar er fjallað um niðurstöður könnunarinnar í Morgunblaðinu í dag.