Framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands segir félagið vera tilbúið til að standa straum af kostnaði við að reisa flugstöð á eigin svæði á Reykjavíkurflugvelli. Hann segir flughlöð á nýju svæði kosta 700 milljónir í stað þess að nýta þau hlöð sem fyrir eru á svæði Flugfélags Íslands.
Áætlað er að samgöngumiðstöð kosti um 2,5 milljarða króna en gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist á þessu ári. Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands segir þó að flugfélagið sé þó áfram tilbúið að koma að samgöngumiðstöðinni sé það eini kosturinn í stöðunni.