Forsætisnefnd Alþingis hefur skipað undirbúningsnefnd stjórnlagaþings. Formaður hennar er Þorsteinn Magnússon, aðstoðarskrifstofustjóri á Alþingi, en með honum í nefndinni sitja þau Páll Þórhallsson, skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu, og Sigrún Benediktsdóttir héraðsdómslögmaður.
Eitt fyrsta verkið er að ráða framkvæmdastjóra nefndarinnar í fullu starfi við skipulagninguna, enda eru nefndarmenn ekki í fullu starfi við það. Auglýst er eftir framkvæmdastjóranum í Morgunblaðinu í dag.
Aðspurður segir Þorsteinn Alþingishúsið ekki koma til greina undir stjórnlagaþingið, þar sem það eigi að sitja á sama tíma og Alþingi og ómögulegt sé að hafa húsið tvísetið.