Betri horfur hjá lundanum

Varphlutfalli lunda í Vestmannaeyjum hefur aukist mjög frá fyrri árum.
Varphlutfalli lunda í Vestmannaeyjum hefur aukist mjög frá fyrri árum. Ómar Óskarsson

Mun bet­ur horf­ir hjá lunda­stofn­in­um í Vest­manna­eyj­um nú í sum­ar en und­an­far­in ár. Ábúðar­hlut­fall í lunda­hol­um í Eyj­um hef­ur ekki verið betra síðan rann­sókn­ir hóf­ust 2007 og hef­ur nú náð landsmeðaltali, um 75% ábúðar­hlut­falli, en það var um 50% í fyrra. 

Erp­ur Snær Han­sen líf­fræðing­ur fór ásamt Marinó Sig­ur­steins­syni pípu­lagn­inga­meist­ara í marg­ar lunda­byggðir í Vest­manna­eyj­um og víðar í sum­ar.  Erp­ur seg­ir þessa breyt­ingu í Eyj­um vera vís­bend­ingu um að lund­inn upp­lifi eitt­hvað breytt ástand frá fyrri árum.

„Það eru um 240.000 pör sem bæt­ast nú við þau sem verpa,“ sagði Erp­ur. „Lund­inn í Eyj­um byrjaði líka að verpa um tiu dög­um fyrr nú en í fyrra sem er mik­il breyt­ing. En hins veg­ar er áber­andi með Eyj­ar hvað mörg pör draga varp langt fram eft­ir sumri. Lund­ar voru enn að verpa eft­ir 15. júní.“

Enn hafa ekki fund­ist nein­ar pysj­ur í hol­um í Vest­manna­eyj­um en í lunda­byggðum ann­ars staðar á land­inu hafa 10-50% eggja þegar klak­ist. Svo virðist sem varpið sé mun fyrr á ferðinni á Norður- og Aust­ur­landi en á Suður- og Vest­ur­landi, að sögn Erps.

Veitt í fimm daga

Alls er óvíst hvenig lundapysj­un­um í Vest­manna­eyj­um reiðir af þegar þær loks­ins kom­ast úr eggi. Ætis­skort­ur hef­ur valdið mikl­um pysju­dauða í Vest­manna­eyj­um und­an­far­in ár.

Bæj­ar­yf­ir­völd í Vest­manna­eyj­um ákváðu í gær að heim­ila lunda­veiði í fimm daga í sum­ar. Ekki er búið að ákveða hvenær veiðidag­arn­ir verða. Í fyrra var veiðitím­inn síðast í júlí. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert