Sjómaðurinn sem fluttur var með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann um hádegisbilið í dag er nú kominn í læknisskoðun. Að sögn vakthafandi læknis slysadeild er ástand mannsins stöðugt og hann ekki í lífshættu.
Maðurinn er skipverji á Jóhönnu Gísladóttur, sem stödd var um 120 sjómílur vestnorðvestur af Garðskaga þegar kallið kom. Þyrlan lenti með hann á Reykjavíkurflugvelli á öðrum tímanum og flutti sjúkrabíll manninn þaðan upp á spítalann.