Ræðukóngurinn talaði alls í 32 klukkustundir

Pétur H. Blöndal.
Pétur H. Blöndal. mbl.is

Ræðukóngur 138. þings Alþingis, sem lauk fyrir skemmstu, var Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokks. Pétur kom 696 sinnum í ræðustól, flutti 197 ræður og talaði samtals í 1.947 mínútur eða í rúmar 32 klukkustundir.

Alls komust sjö þingmenn Sjálfstæðisflokks á lista yfir þá tíu sem töluðu lengst, tveir þingmenn Framsóknarflokksins komust einnig á listann og svo Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra.

Hann er eini ráðherrann sem kemst á listann, en Steingrímur talaði alls í 1.208 mínútur. Sá þingmaður sem talaði styst var Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður VG, en hún kom 26 sinnum í ræðustól og talaði í samtals 68 mínútur, að því er fram kemur í úttekt í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert