Sækir veikan skipverja

TF-GNÁ.
TF-GNÁ. mbl.is

TF-GNA þyrla Land­helg­is­gæsl­unn­ar fór í sjúkra­flug kl. 11:20 að ís­lensku skipi sem statt er 120 sjó­míl­ur vestn­orðvest­ur af Garðskaga. Ekki um slys að ræða held­ur al­var­leg veik­indi. Einn skip­verj­anna fékk brjóst­verk og varð að kom­ast und­ir lækn­is­hend­ur. Reiknað er með að þyrl­an verði kom­in að skip­inu kl. 12:20.

TF-GNA er eina þyrla Land­helg­is­gæsl­unn­ar sem er til­tæk sem stend­ur. Þess vegna var beðið um þyrlu frá danska varðskip­inu Vædd­eren sem er statt á Ísa­fjarðar­djúpi. Hún mun vera til vara fyr­ir þyrlu LHG svo hún kom­ist rúm­ar 100 sjó­míl­ur út frá land­inu.  

„Ef ekki væri þyrla til að bakka okk­ar upp þá kom­umst við aðeins 20 sjó­míl­ur út frá strönd­inni,“ seg­ir í til­kynn­ingu Land­helg­is­gæsl­unn­ar. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert