Sækir veikan skipverja

TF-GNÁ.
TF-GNÁ. mbl.is

TF-GNA þyrla Landhelgisgæslunnar fór í sjúkraflug kl. 11:20 að íslensku skipi sem statt er 120 sjómílur vestnorðvestur af Garðskaga. Ekki um slys að ræða heldur alvarleg veikindi. Einn skipverjanna fékk brjóstverk og varð að komast undir læknishendur. Reiknað er með að þyrlan verði komin að skipinu kl. 12:20.

TF-GNA er eina þyrla Landhelgisgæslunnar sem er tiltæk sem stendur. Þess vegna var beðið um þyrlu frá danska varðskipinu Vædderen sem er statt á Ísafjarðardjúpi. Hún mun vera til vara fyrir þyrlu LHG svo hún komist rúmar 100 sjómílur út frá landinu.  

„Ef ekki væri þyrla til að bakka okkar upp þá komumst við aðeins 20 sjómílur út frá ströndinni,“ segir í tilkynningu Landhelgisgæslunnar. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert