Ragna Árnadóttir, dómsmálaráðherra segir að vel komi til greina að tryggja málum sem tengjast gengistryggingu lána flýtimeðferð hjá dómstólum. Ráðherrann vill jafnframt að sem fyrst verði sett lög um hópmálssóknir, svo fjöldi dómsmála vegna þessara mála stífli ekki dómskerfið.
Ragna ætlar að leggja fram á Alþingi frumvarp um hópmálssóknir eins fljótt og auðið er, að því er fram kom í kvöldfréttum RÚV.