Nokkrir drukku of stíft á Akureyri

mbl.is/Júlíus

Margt fólk var á skemmtistöðum Ak­ur­eyr­ar í gær­kvöldi og í nótt, enda margt fólk í bæn­um í tengsl­um við knatt­spyrnu­mót og fleiri viðburði. Nokk­ur þúsund gest­ir eru enn í bæn­um að sögn lög­reglu, en þó fór allt vel fram í nótt. Nokkr­ir þurftu að gista fanga­geymsl­ur en það var í öll­um til­vik­um vegna of mik­ill­ar ölv­un­ar, en ekki vegna al­var­legra lög­brota.

Að sögn lög­reglu fór skemmt­ana­haldið al­veg sér­stak­lega vel fram og þurfti lög­regla al­mennt ekki að hafa af­skipti af því.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert