Ragna heimsótti Auschwitz

Ragna Árnadóttir dómsmála- og mannréttindaráðherra (t.h.) ásamt Ásu Ólafsdóttur aðstoðarmanni …
Ragna Árnadóttir dómsmála- og mannréttindaráðherra (t.h.) ásamt Ásu Ólafsdóttur aðstoðarmanni sínum (í miðið) ganga inn um hliðið í Auschwitz í fylgd leiðsögumanns. Ljósmynd/EPA

Ragna Árnadóttir, dómsmála- og mannréttindaráðherra, heimsótti í dag Auschwitz útrýmingarbúðirnar í Oswiecim í Póllandi. Nasistar reistu þar stærstu fangabúðir sínar í síðari heimsstyrjöldinni. Ragna sótti fund utanríkisráðherra lýðræðisríkja sem haldinn var í Kraká í Póllandi.

Tíu ára afmælisfundur samtaka lýðræðisríkja var haldinn í Kraká. Ragna var þar fulltrúi ríkisstjórnar Íslands í forföllum Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra.

Fundinn sóttu utanríkisráðherrar aðildarríkja sambandsins, m.a. Hillary Clinton utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Á fundinum var m.a. undirrituð endurnýjuð Varsjáryfirlýsing um samstarf lýðræðisríkjanna. Yfirlýsingin var upphaflega undirrituð fyrir tíu árum. 

Því var haldið fram að allt að því þrjár milljónir manna hafi látið lífið í Auswitch fangabúðunum. Þar af voru um 2,5 milljónir teknar af lífi í gasklefum og um hálf milljón fanga lést úr hungri og sjúkdómum.

Þessi fjöldi var síðan borinn til baka og talið að 1,1 milljón manna hafi látið lífið í Auschwitz. Um 9 af hverjum 10 sem dóu í fangabúðunum voru gyðingar. 

Ragna Árnadóttir, dómsmála og mannréttindaráðherra, og Ása Ólafsdóttir, aðstoðarmaður ráðherra, …
Ragna Árnadóttir, dómsmála og mannréttindaráðherra, og Ása Ólafsdóttir, aðstoðarmaður ráðherra, í Auschwitz. Ljósmynd/EPA
Þátttakendur á fundi samtaka lýðræðisríkja heimsóttu fangabúðirnar. Fundurinn var haldinn …
Þátttakendur á fundi samtaka lýðræðisríkja heimsóttu fangabúðirnar. Fundurinn var haldinn í tilefni af tíu ára afmæli undirritunar Varsjáryfirlýsingarinnar. Ljósmynd/EPA
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert