Æsir í manni réttlætiskenndina

Ellen Kristjánsdóttir sést hér í miðju mótmælanna við Seðlabankann í …
Ellen Kristjánsdóttir sést hér í miðju mótmælanna við Seðlabankann í dag. Ómar Óskarsson

„Bank­arn­ir, AGS og öll þessi fyr­ir­tæki hanga sam­an. Það er ein­hver mafía í gangi hér og ég skil ekki hvers vegna er ekki búið að gera eitt­hvað fyr­ir heim­il­in fyr­ir löngu,“ seg­ir Ell­en Kristjáns­dótt­ir söng­kona, sem meidd­ist í mót­mæl­um við Seðlabanka Íslands í dag.

Nokk­ur hundruð manns  söfnuðust sam­an við hús Seðlabank­ans í dag og mót­mæltu því hvernig tekið hef­ur verið á geng­is­tryggðum lán­um eft­ir að Hæstirétt­ur dæmdi geng­is­trygg­inu lána í krón­um ólög­lega. Einn maður var hand­tek­inn eft­ir að streit­ast á móti lög­reglu en Ell­en var ekki hand­tek­in.

Ell­en seg­ist ekki skilja hvað Gylfi Magnús­son, efna­hags- og viðskiptaráðherra, er að hugsa í þess­um mál­um og ekki held­ur hvað stjórn­völd hafa verið fljót að bregðast við og taka málstað banka og fjár­mála­fyr­ir­tækja í þessu máli, eft­ir að hafa ekki gert neitt þar á und­an í þágu fólks­ins í land­inu.

„Það æsir upp í manni rétt­lætis­kennd­ina," seg­ir Ell­en. Hún meidd­ist á hand­legg í dag og kveðst aðspurð vera blá og mar­in eft­ir viðskipti sín við lög­regl­una. Eins og hún seg­ir frá sat hún við inn­gang­inn í húsið þegar lög­reglumaður sagði henni að færa sig um set.

„Ég fór ekki al­veg eft­ir þeim fyr­ir­mæl­um. Ég sagði nei við því,“ seg­ir Ell­en. Spurð hvort þessi viðbrögð lög­reglu­manns­ins hafi verið til­efn­is­laust seg­ir hún: „Já, eig­in­lega. Ég er nú voðal­ega friðsöm.“

Þá beið lög­reglumaður­inn ekki boðanna, sneri upp á hand­legg­inn á henni og færði hana frá. Að henn­ar sögn brugðust mót­mæl­end­ur illa við at­vik­inu og sögðu lög­reglu­mann­in­um að biðjast af­sök­un­ar á þessu. Það gerði hann ekki, held­ur fór til baka og tók sér stöðu við húsið.

Ell­en leitaði á slysa­deild en fór þaðan eft­ir einn­ar og hálfr­ar klukku­stund­ar bið, þegar henni var tjáð að biðin yrði tveir tím­ar í viðbót. ,,Ég ætla að fara þangað aft­ur í kvöld og at­huga hvort það verður ekki ró­legra þá," seg­ir hún.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert