Breikkun Suðurlandsvegar seinkar

Seinkun verður á því að 1. áfangi Suðurlandsvegar verði tvöfaldaður.
Seinkun verður á því að 1. áfangi Suðurlandsvegar verði tvöfaldaður.

Kærunefnd útboðsmála hefur fellt úr gildi ákvörðun Vegagerðarinnar um að semja við Vélaleigu AÞ ehf. um breikkun Suðurlandsvegar frá Litlu kaffistofunni að Lögbergsbrekku. Háfell ehf. kærði ákvörðun Vegagerðarinnar til kærunefndarinnar. Háfell átti þriðja lægsta tilboðið.

Ljóst er að úrskurðurinn veldur því að seinkun verður á framkvæmdinni. Kærunefndin komst einnig að þeirri niðurstöðu að tilboð Háfells ehf. hafi ekki heldur verið gilt. Því getur Vegagerðin ekki heldur samið við Háfell ehf. um breikkun vegarins að svo stöddu.

„Ljóst er að því mun enn tefjast að framkvæmdir við þessa tvöföldun hefjist en það er álit úrskurðarnefndarinnar að tilboð Háfells hafi heldur ekki verið gilt og að verktakinn "hafi ekki sýnt fram á raunhæfa möguleika á að verða fyrir valinu í útboði[nu],“ segir á vef Vegagerðarinnar af málinu.

Ágreiningur var um hvort miða ætti meðaltal ársveltu síðustu þriggja ára við hvert ár fyrir sig eða meðaltal áranna þriggja samanlagt. Tilboðin voru opnuð 20. apríl sl. Arnarverk ehf. átti lægsta tilboð en uppfyllti ekki skilyrði.

Vélaleiga AÞ ehf. átti næstlægsta tilboð og uppfyllti skilyrði að mati Vegagerðarinnar. Háfell ehf. átti þriðja lægsta tilboðið. 

Útboð á kaflanum Fossvellir - Draugahlíðar, eða frá Lögbergsbrekku að …
Útboð á kaflanum Fossvellir - Draugahlíðar, eða frá Lögbergsbrekku að Litlu kaffistofunni, var boðinn út. Samningur um verkið var felldur úr gildi. vegagerdin.is
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert