Hagsmunasamtök heimilanna hafa beint þeim tilmælum til lántaka að þeir skuli ekki greiða greiðsluseðla eða innheimtukröfur fjármálafyrirtækja sem beri hærri vexti en koma fram í lánasamningi.
Samtökin leggja til að lántakendur skuli þess í stað gera eitt af eftirfarandi.
- Greiða eingöngu í samræmi við upprunalega greiðsluáætlun með vöxtum
og vaxtaálagi tilgreindum í lánasamningi, að því gefnu að vaxtaálagi
hafi ekki verið vikið til hliðar af Neytendastofu, enda sé
höfuðstólsafborgunin ekki gengistryggð og besti mögulegi réttur lántaka
virtur í hvívetna.
- Leggja andvirði greiðslunnar inn á bundinn
reikning og láta lánveitanda vita af þeirri aðgerð með skriflegum
hætti. Samtökin telja ekki þörf á að nota deponeringu.
- Ekki
greiða neitt, en láta lánveitanda vita hvers vegna ekki er greitt, þ.e.
að lántaki viðurkenni ekki greiðslukröfuna eins og hún var send honum,
t.d. vegna þess að vextir séu rangir, afborgunin rangt reiknuð eða að
lántaki telur sig þegar búinn að greiða lánið að fullu.
Þá er þeim ráðlagt að tilkynna lánveitanda allar aðgerðir sínar með skriflegum
hætti.
Samtökin taka það fram að lántökum sé í sjálfsvald sett hvort þeir fylgi
þessum tilmælum, en það sé mat samtakanna að tilmælin séu í samræmi við
dóma Hæstaréttar um ólögmæti gengistryggingar, þar
sem það eigi við, og framangreind lög og tilskipun.
Nánari upplýsingar á vef Hagsmunasamtaka heimilanna.