Hvítur skógarþröstur í Súðavík

Skógarþrösturinn hvíti ásamt félaga sínum sem er í hefðbundnum lit. …
Skógarþrösturinn hvíti ásamt félaga sínum sem er í hefðbundnum lit. Myndin er af vef NAVE.

Óvenjulegur skógarþröstur sást í Súðavík um helgina. Var fuglinn hvítur að lit eða svonefndur albínói, að því er kemur fram á vef Náttúrustofu Vestfjarða.

Á vefnum segir, að albínóafuglar sjáist af og til hér á landi. Til dæmis sást hvítur stelkur á Ísafirði í nokkur ár og var kallaður Nói albínói. Eitt árið voru þeir reyndar orðnir þrír.

Vefur Náttúrustofu Vestfjarða

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert