Lögreglumenn við Seðlabankann

Hópur lögreglumanna er nú fyrir framan húsið.
Hópur lögreglumanna er nú fyrir framan húsið. mbl.is/Ómar

Lögreglumenn hafa stillt sér upp fyrir framan aðaldyr Seðlabanka Íslands þar sem hópur mótmælenda hefur háreysti. Ekki hefur komið til handalögmála skv. upplýsingum lögreglu.

Fækkað hefur í hópi mótmælenda sem voru um 400 talsins þegar mest var. Þeir eru nú u.þ.b. 200 að sögn sjónarvotta.

Mótmælendur söfnuðst saman fyrir utan Seðlabankann í hádeginu til að mótmæla þeim tilmælum sem SÍ og FME beindu til fjármálafyritækja nýverið, er varða gengistryggð lán.

Fólk hefur barið í búsáhöld og blásið í vuvuzela-lúðra, og er mikill hávaði við bankann. Þá reyndi maður á vélhjóli að komast inn um aðaldyrnar með því að stugga nokkrum sinnum við þeim með hjólinu. Hann komst hins vegar ekki inn um þykkar stáldyr og hafði því ekki erindi sem erfiði.

Enginn hefur verið handtekinn.

Þessi vélhjólamaður stuggaði við aðaldyrunum að Seðlabanka Íslands. Hann hafði …
Þessi vélhjólamaður stuggaði við aðaldyrunum að Seðlabanka Íslands. Hann hafði hins vegar ekki erindi sem erfiði. mbl.is/Ómar
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert