Mikið fjallað um Fischer

Lík Fischers var grafið upp í nótt en í morgun …
Lík Fischers var grafið upp í nótt en í morgun hafði verið gengið á ný frá leiðinu. mbl.is/Sigmundur

Töluvert hefur verið fjallað um uppgröft á jarðneskum leifum skákmeistarans Bobby Fischer í erlendum fjölmiðlum í dag. M.a. á vef bandaríska dagblaðsins The New York Times, sem vísar í umfjöllun The Reykjavik Grapevine.

Þá hafa fréttaþjónustur á borð við AP og AFP birt fréttir um málið.

Líkamsleifar Fischers voru grafnar upp í nótt í þeim tilgangi að taka úr þeim lífsýni til að skera úr um faðerni ungrar stúlku frá Filippseyjum, sem segir Fischer vera föður sinn. Þetta var í samræmi við dóm Hæstaréttar frá því um miðjan júní.

Fischer var grafinn í Laugardælakirkjugarði skammt frá Selfossi árið 2008.

Umfjöllun New York Times

Umfjöllun AP

Frétt á vef Reuters

Bobby Fischer lést árið 2008 64 ára að aldri.
Bobby Fischer lést árið 2008 64 ára að aldri. mbl.is/Sverrir
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert