Engir mótmælendur eru lengur fyrir framan Seðlabanka Íslands. Þeir voru um 400 talsins þegar mest lét. Hópurinn kom saman í hádeginu og barði í búsáhöld og blés í lúðra til að mótmæla tilmælunum sem SÍ og FME beindu til fjármálafyrirtækja varðandi gengistryggð lán.
Þá er lögreglan einnig farin. Samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var einn maður færður á lögreglustöð.
Þá vildi lögreglan einnig ræða við eina konu sem kastaði grjóti í áttina að húsinu. Þegar lögreglan reyndi að ræða við konuna í einrúmi gerðu aðrir mótmælendur aðsúg að lögrelgu. Þar sem engan sakaði var málið látið niður falla.
Facebook-síða þar sem hvatt var til mótmælanna í hádeginu í dag.