Mótmælendurnir farnir

Mótmælendur skildu eftir búkka, keilur og spýtur fyrir framan aðalinngang …
Mótmælendur skildu eftir búkka, keilur og spýtur fyrir framan aðalinngang Seðlabanka Íslands. mbl.is/Ómar

Eng­ir mót­mæl­end­ur eru leng­ur fyr­ir fram­an Seðlabanka Íslands. Þeir voru um 400 tals­ins þegar mest lét. Hóp­ur­inn kom sam­an í há­deg­inu og barði í búsáhöld og blés í lúðra til að mót­mæla til­mæl­un­um sem SÍ og FME beindu til fjár­mála­fyr­ir­tækja varðandi geng­is­tryggð lán.

Þá er lög­regl­an einnig far­in. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá varðstjóra hjá lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu var einn maður færður á lög­reglu­stöð.

Þá vildi lög­regl­an einnig ræða við eina konu sem kastaði grjóti í átt­ina að hús­inu. Þegar lög­regl­an reyndi að ræða við kon­una í ein­rúmi gerðu aðrir mót­mæl­end­ur aðsúg að lög­relgu. Þar sem eng­an sakaði var málið látið niður falla.

Face­book-síða þar sem hvatt var til mót­mæl­anna í há­deg­inu í dag.

Frá mótmælunum í dag.
Frá mót­mæl­un­um í dag. mbl.is/Ó​mar
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka