„Reynsla okkar er sú að þeir eru að bítast um sömu fiskana. Þetta er þannig svolítil gullgrafarastemning; fyrstur kemur, fyrstur fær,“ segir Einar Sigurgeirsson, varðstjóri hjá Landhelgisgæslunni, um strandveiði sem hófst á miðnætti.
„Þeir mega vera fjóra daga að veiðum í viku hverri, en verða að vera í landi föstudag, laugardag og sunnudag. Þeir mega fara út á miðnætti og þess vegna erum við við öllu búnir. Fyrirhyggjan minnkar oft. Þeir hafa farið út í upphafi tímabils þegar það hefur verið stormur á miðunum.“