Telur ákvörðunina varhugaverða

Sóley Tómasdóttir, fulltrúi VG í borgarráði, sat hjá við atkvæðagreiðslu …
Sóley Tómasdóttir, fulltrúi VG í borgarráði, sat hjá við atkvæðagreiðslu um aukið fé til atvinnusköpunar í dag. Heiðar Kristjánsson

Sóley Tómastóttir, borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna, sat hjá þegar framkvæmdaáætlun borgarinnar var breytt í borgarráði í dag. Hún telur varhugavert að binda hendur borgarinnar þannig að fá úrræði verði til að endurskoða eða breyta deiliskipulagsáætlunum í eldri hverfum.

„Vissulega er það jákvætt að borgin stuðli að fleiri verkefnum í þágu þeirra hópa sem verst verða fyrir barðinu á atvinnuleysi, en það er afar varhugavert að verja öllu því fjármagni sem fyrirhugað var að verja í skipulagseignir í þetta verkefni,“ skrifar Sóley í tilkynningu.

„Það þýðir að Reykjavíkurborg hefur afar fá úrræði til að endurskoða eða breyta þeim deiliskipulagsáætlunum sem í gildi eru í eldri hverfum borgarinnar. Reynslan hefur kennt okkur að borgin verður að vera í stakk búin til að kaupa upp menningarsöguleg verðmæti ef ekki reynast aðrar leiðir færar. Ljóst er að slíkar ráðstafanir verða ekki færar það sem eftir lifir árs.

Að sama skapi veldur það vonbrigðum að ekki hafi verið lögð fram
gögn sem sýna fram á mannaflaþörf í þeim verkefnum sem nú hafa verið samþykkt.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert