Víkjum ekki frá fyrri ákvörðun

Hugmynd að samgöngumiðstöð við Reykjavíkurflugvöll.
Hugmynd að samgöngumiðstöð við Reykjavíkurflugvöll. mbl.is

„Þessi hugmynd hefur verið skoðuð áður, en miðað við stöðuna núna, stendur ekkert til að víkja frá þeim ákvörðunum sem teknar hafa verið,“ segir Kristján L. Möller samgönguráðherra.

Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands, sagði í samtali við mbl.is fyrir helgina FÍ tilbúið til að reisa og fjármagna flugstöð á eigin svæði á Reykjavíkurflugvelli. Árni segir gerð flughlaða á nýju svæði kosta 700 millj. kr. í stað þess að nýta hlöð á svæði FÍ.

Í samtali við Morgunblaðið segist Kristján vænta þess nýtt deiliskipulag vegna flugstöðvarinnar verði auglýst á allra næstu dögum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert