Askan á Fimmvörðuhálsi hefur fokið mikið til, að sögn Landgræðslunnar. Melar eru orðnir tiltölulega auðir og askan sest til í lægðum og í gróin svæði. Þetta er áberandi á Fimmvörðuhálsi en sést einnig niðri í Þórsmörk. Fyrst eftir gosið var 4-5 sentimetra jafnfallið öskulag á hálsinum.
Landgræðslan er þegar byrjuð áburðardreifingu og uppgræðslu á svæðum í kringum Eyjafjallajökul. Það eru liður í viðbragðsáætlun Landgrðlsunnar og gert bæði til að bæta beitiland, draga úr öskufoki og til að efla gróður.