Hinni árlegu fálkatalningu er nú lokið og niðurstaðan sú að fálkastofninn er ennþá í lágmarki.
Ólafur K. Nielsen, vistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands og sérfræðingur í fálkastofninum, segir ennþá vera lítið af fálka en varpið hjá fuglinum hafi þó gengið vel í ár.
„Fálkinn er ekki byrjaður að sýna nein viðbrögð við aukningu rjúpnastofnsins en hann bregst við stofnbreytingu rjúpunnar,“ segir Ólafur. Rjúpnastofninn hefur verið í uppsveiflu núna í nokkur ár og ræðst gæfa fálkans mikið af ástandi rjúpnastofnsins.