Málefni fatlaðra til sveitarfélaganna 1. janúar

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra.
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra. mbl.is/Ómar

Samkomulag tókst í dag milli ríkis og sveitarfélaga um fjárhagslegar forsendur fyrir flutningi málefna fatlaðra til sveitarfélaganna.

Tilfæringarnar munu eiga sér stað 1. janúar 2011 og er um að ræða viðamestu endurskipulagningu á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga frá flutningi grunnskólanna árið 1996. 

Tekjustofnar sem nema 10,7 milljörðum króna munu flytjast til sveitarfélaganna á næsta ári þegar málaflokkurinn verður fluttur yfir frá ríkinu.

Fulltrúar ríkisstjórnarinnar auk sambands íslenskra sveitarfélaga kynntu samkomulagið á blaðamannafundi í Stjónarráðinu í dag. 

„Við teljum að með þessu gefist gott tækifæri til að samþætta félags og heilbrigðisþjónustuna auk sóknarfæra til bættrar stöðu fatlaðra,“ sagði Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra.

Hún sagðist vænta mikils af tilfæringunum en  með þeim fái um 2500 einstaklingar þjónustu á vegum sveitarfélaganna en ekki ríkis. Að auki færast um 1500 starfsmenn yfir til sveitarfélaganna.
 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert