Mótmæli hófust á ný við Seðlabankann um hádegisbil í dag en nærri 500 manns komu saman við bankann í gær til að lýsa andstöðu við tilmæli um að vextir gengislána miðist við vexti Seðlabankans en ekki samningsvexti.
Heldur færri taka þátt í mótmælunum við Seðlabankann nú en í gær og undiraldan er ekki eins þung að sögn blaðamanns mbl.is. Fólk ber á búsáhöld og bumbur og blæs í lúðra eins og í gær.
Í morgun mótmæltu nokkrir tugir manna við Stjórnarráðið áður en ríkisstjórnarfundur hófst.