Stal skeytum um Íslendinga

Hermaðurinn hlóð niður í óleyfi um 150 þúsund tölvupóstum bandarísku …
Hermaðurinn hlóð niður í óleyfi um 150 þúsund tölvupóstum bandarísku utanríkisþjónustunnar, þar á meðal frá sendiráðinu í Reykjavík. Sverrir Vilhelmsson

Banda­rísk­ur hermaður, sem er kærður fyr­ir að leka mynd­bandi af árás á óbreytta borg­ara í Bagdad, hlóð niður meira en 150.000 leyni­skeyt­um starfs­manna banda­rískru ut­an­rík­isþjón­ust­unn­ar. Þar á meðal voru skeyti frá banda­ríska sendi­ráðinu í Reykja­vík um ís­lensk mál­efni og nafn­greinda ein­stak­linga.

Dag­blaðið New York Times grein­ir í dag frá ákær­un­um á hend­ur her­mann­in­um, sem heit­ir Bra­dley E. Mann­ing og er 22 ára. Auk þess að sæta ákæru fyr­ir að leka mynd­band­inu sem sýn­ir mann­skæða árás Banda­ríkja­hers á óbreytta borg­ara í Bagdad, og mbl.is greindi frá í dag, er hann kærður fyr­ir að hlaða niður í óleyfi meira en 150.000 há­leyni­leg­um skeyt­um ut­an­rík­isþjón­ust­unn­ar.

Verði skeyt­in sem hermaður­inn hlóð niður birt op­in­ber­lega þá gætu þau flett hul­unni af innviðum starfs sendi­ráða Banda­ríkj­anna um all­an heim, að því er talsmaður hers­ins sagði í dag.

Í ákær­unni kem­ur m.a. fram að hermaður­inn hafi sýnt að minnsta kosti 50 skeyti „per­sónu sem átti eng­an rétt á að sjá þau“. Í kær­unni er ein­ung­is eitt skeyti nefnt með nafni en það kall­ast „Reykya­vik 13“.

Svo virðist sem um sé að ræða skeyti sem birt var op­in­ber­lega á vefn­um Wiki­leaks. Skeytið er dag­sett 13. janú­ar sl. og er skrifað af Sam Wat­son, þá yf­ir­manni sendi­ráðs Banda­ríkj­anna í Reykja­vík. Þar rek­ur hann viðræður sín­ar við ís­lenska ráðamenn um þjóðar­at­kvæðagreiðsluna vegna Ices­a­ve.

Wiki­leaks birti einnig annað skeyti sem sent var frá Íslandi þar sem er að finna palla­dóma um ýmsa nafn­greinda ein­stak­linga, þeirra á meðal Jó­hönnu Sig­urðardótt­ur for­sæt­is­ráðherra og Al­bert Jóns­son sendi­herra.

Í frétt NYT kem­ur einnig fram að Mann­ing hafi sagt Adri­an Lamo, sem er fyrr­ver­andi tölvu­hakk­ari, frá gjörðum sín­um í net­spjalli og Lamo látið yf­ir­völd vita.

Frétt New York Times um lek­ann

Bradley Manning.
Bra­dley Mann­ing.
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert