Steingrímur útskýrir HM

mbl.is/Eggert

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, rifjaði upp gamla takta sem íþróttafréttamaður þegar hann kom á fund hjá vistmönnum Hrafnistu nú undir kvöld og spáði í spilin fyrir leik Úrúgvæ og Hollands á heimsmeistaramótnu í knattspyrnu.

Að sögn er mikill áhugi á HM í knattspyrnu meðal íbúa Hrafnistu en leikirnir eru sýndir þar á breiðtjaldi í setustofu.

Steingrímur útskýrði leikskipulag liðanna og velti ýmsum möguleikum fyrir sér með aðstoð heimamanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka