Vædderen vinsæll á Ísafirði

Danska varðskipið Hvidbjörnen, eitt systurskip Vædderen, er vinstramegin á myndinni.
Danska varðskipið Hvidbjörnen, eitt systurskip Vædderen, er vinstramegin á myndinni.

Frá því er greint á fréttavef Bæjarins besta að um 400 manns hafi skoðað danska varðskipið Vædderen í Ísafjarðarhöfn í gær. Skipherrann, Lars G. Stage Christensen, og áhöfn skipsins ákváðu að opna skipið fyrir almenningi í tilefni af heimsókn þess til Ísafjarðar. Vel tókst til og söng m.a. danskur stúlknakór fyrir gestina.

Á laugardagskvöldið fór síðan fram sérstök móttaka fyrir fulltrúa í bæjarstjórn Ísafjarðar og ýmsar aðila sem tengjast Grænlandi, en Vædderen sér einkum um gæslu með grænlenskri lögsögu.

Íbúar höfuðborgarsvæðisins þekkja Vædderen og systurskip þess vafalaust vel en þau hafa verið tíðir gestir í Reykjavíkurhöfn á undanförnum árum.

Frétt Bæjarins Besta

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert