Án athugasemda í 10 ár

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær sjúkdómatryggingabætur skattskyldar en í réttarframkvæmd hafa þær verið skattfrjálsar síðastliðin tíu ár.

Bæturnar eru því nú skattlagðar sem tekjur en Hjördís Edda Harðardóttir, lögmaður stefnanda, er vonsvikin með að dómurinn taki ekki tillit til áralangrar óslitinnar framkvæmdar skattayfirvalda.

„Það var byrjað að selja þessar tryggingar 1996 og þetta mál kemur upp á árinu 2008. Þannig að í rúm tíu ár hafa skattayfirvöld ekki gert neinar athugasemdir við frágang útgreiðslu þessara bóta,“ segir Hjördís.

Steinþór Haraldsson, skattstjóri, kveðst ekki vita af hverju skattayfirvöld hafi ekki gert athugasemd við útgreiðslu bótanna fyrr. „Ég get ímyndað mér að þetta hafi komið upp við eðlilega skrifborðsathugun,“ segir Steinþór í Morgunblaðinu í dag.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert