Borgarbúar fá að veiða lax frítt

Jón Gnarr, borgarstjóri Reykjavíkur, með lax sem hann veiddi í …
Jón Gnarr, borgarstjóri Reykjavíkur, með lax sem hann veiddi í Elliðaám. mbl.is/Einar Falur

Meirihluti borgarstjórnar Reykjavíkur hefur ákveðið að eftirláta almenningi tvo fría veiðidaga borgarfulltrúa í Elliðaánum 13. og 20. júlí nk., segir í tilkynningu frá borginni.

Óskað er eftir að borgarbúar sendi borgaryfirvöldum ábendingar um einstaklinga sem hafa lagt gott til samfélagsins eða náungans eða eiga af öðrum ástæðum skilið að renna fyrir lax í Elliðaánum, hjarta Reykjavíkur. Úr þeim hópi verða 24 valdir til veiðanna.

Haft er eftir Jóni Gnarr borgarstjóra í tilkynningunni að hann hvetji borgarbúa til að senda ábendingar um vaska veiðimenn. Borgarfulltrúar í Reykjavík hafi átt þess kost að veiða ókeypis í Elliðaánum í næstum því hálfa öld og því sé löngu orðið tímabært að þeir leyfi fleirum að komast að, segir hann og mælir með veiðinni. Hann hafi haft mjög gaman af því að opna Elliðaárnar fyrir nokkrum vikum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert