Fann iPod sem lá úti í tvö ár

Reuters

Nýverið fannst iPod sem hafði legið í svokölluðum Múla uppi á Jökuldal í rúm tvö ár. Stúlka sem var að vinna að uppgræðslustörfum í vinnuskólanum fann tækið, sem er nú komið í hendur réttra eigenda. Austurglugginn greinir frá þessu.

Fram kemur að Þorgerður María Þorbjarnardóttir hafi verið að vinna við að sá fræi og dreifa áburði þegar hún hafi komið auga á iPodinn í moldarflagi sem hún hafi verið að græða upp. Fljótlega kom í ljós að tækið var í besta lagi þrátt fyrir að hafa legið þarna í flaginu í tvö ár.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert